Fótbolti

Matthías: Ætluðum ekki að tapa stórt

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Matthías í leiknum í kvöld.
Matthías í leiknum í kvöld. Fréttablaðið/Daníel

Matthías Vilhjálmsson, fyrirliði FH, var einn af örfáum leikmönnum liðsins sem reyndu að gefa af sér í leiknum gegn BATE Borisov í kvöld.

"Við spiluðum upp á að vera þéttir fyrir í dag því rimman tapaðist illa úti. Við vorum því að spila mjög ólíkt því sem við spilum venjulega. Niðurstaðan 1-0 tap gegn mjög sterku liði," sagði Matthías en var hann ekki sammála því að FH hefði mátt gefa meira af sér í leikinn?

"Jú, kannski en þjálfararnir tóku þá ákvörðun að opna okkur ekki. Það hafði ekki gefið góða raun. Við ætluðum því að detta út með sæmd í stað þess að tapa stórt," sagði Matthías en var gaman að taka þátt í þessum leik?

"Ég er enginn unnandi varnarbolta en svona þurfti að spila í dag og lítið meira um það að segja."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×