Erlent

Elisabeth Edwards er öll

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Elisabeth Edwards ásamt John, eiginmanni sínum, á góðri stundu. Mynd/ afp.
Elisabeth Edwards ásamt John, eiginmanni sínum, á góðri stundu. Mynd/ afp.
Elisabeth Edwards, eiginkona bandaríska varaforsetaframbjóðandans John Edwards, lést í dag 61 árs að aldri.

Greint er frá andláti hennar á vef New York Times. Þar segir að Elisabeth hafi verið umkringd sínum nánustu aðstandendum á dánarbeði sínu. John Edwards var viðstaddur þegar að hún lést. Banamein Edwards var krabbamein.

John Edwards, eiginmaður Elisabeth, var varaforsetaefni demókrata í bandarísku forsetakosningunum árið 2004. Hann sóttist einnig eftir útnefningu sem forsetaefni demókrata árið 2004 og árið 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×