Segir óábyrgt af Wikileaks að birta gögn um sæstrengi 7. desember 2010 06:30 Bjarni K. Þorvarðarson Fjarskiptafélagið Hibernia Atlantic er ekki með sérstakan viðbúnað þrátt fyrir að lendingarstaðir þess fyrir ljósleiðara séu á lista bandarískra stjórnvalda yfir þjóðhagslega mikilvæga staði. Hibernia Atlantic er í eigu íslenska félagsins Hibernia Group, sem aftur er í meirihlutaeigu Columbia Ventures, félags Kenneths Peterson. Vefsíðan Wikileaks birti listann á sunnudag, en á honum er að finna fjölda fyrirtækja og starfsemi um heim allan sem bandarísk stjórnvöld telja mikilvæg eigin þjóðarhag, en eru staðsett fyrir utan Bandaríkin. Má þar nefna lyfjaverksmiðjur í Evrópu og námur í Afríku þar sem unnin eru efni í rafhlöður. Þá er að finna á listanum yfirlit yfir alla helstu lendingarstaði ljósleiðara sem tengja Bandaríkin við umheiminn. Birtingin hefur verið gagnrýnd þar sem með henni sé búið að búa til lista yfir möguleg skotmörk fyrir hryðjuverkasamtök sem skaða vilja Bandaríkin. Bjarni K. Þorvarðarson, forstjóri Hibernia Atlantic, tekur undir með þeim sem gagnrýnt hafa birtinguna. Í gögnum þeim sem birt voru á Wikileaks eru nefndir landtökustaðir sæstrengja Hibernia í Halifax í Kanada og í Southport í Bretlandi. „En þetta breytir svo sem engu fyrir okkur. Allt eru þetta opinberar upplýsingar sem koma fram í þessu skjali og engin leyndarmál," segir hann, en kveður þó um leið spurningu vakna um hversu mikið vit sé í að birta á einum stað hvaða sæstrengir það séu sem halda uppi alþjóðaviðskiptum og internetinu.„Sá sem hefur áhuga getur vissulega fundið þetta allt út, en það tæki heillangan tíma. En þarna er það tekið saman sem iðnaðurinn hefur af öryggisástæðum reynt að gera ekki," segir hann og bætir við að sæstrengir verði illa girtir af. „Þeir liggja þarna og eru öllum aðgengilegir. Það vill enginn að herþotur fljúgi yfir þeim í sífellu til að passa upp á þá og þess vegna er dálítið óábyrgt, verður maður að ætla, að birta allar þessar upplýsingar á einum stað." Þó svo að birting þessara upplýsinga breyti engu hvað starfsemi Hibernia varðar þá segir Bjarni að hún veki athygli á því að huga þurfi að því hvernig öryggismálum þessara strengja sem eru hagkerfum heimsins mikilvægir er háttað. „Fyrir mitt leyti sé ég ekki að neinum sé í hag að svona skjal sé birt opinberlega," segir Bjarni, en kveðst um leið hafa fullan skilning á því að bandarísk stjórnvöld taki svona skjal saman. „Þeim er mikið í mun að þessir sæstrengir séu uppi og óhultir." olikr@frettabladid.is WikiLeaks Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Fjarskiptafélagið Hibernia Atlantic er ekki með sérstakan viðbúnað þrátt fyrir að lendingarstaðir þess fyrir ljósleiðara séu á lista bandarískra stjórnvalda yfir þjóðhagslega mikilvæga staði. Hibernia Atlantic er í eigu íslenska félagsins Hibernia Group, sem aftur er í meirihlutaeigu Columbia Ventures, félags Kenneths Peterson. Vefsíðan Wikileaks birti listann á sunnudag, en á honum er að finna fjölda fyrirtækja og starfsemi um heim allan sem bandarísk stjórnvöld telja mikilvæg eigin þjóðarhag, en eru staðsett fyrir utan Bandaríkin. Má þar nefna lyfjaverksmiðjur í Evrópu og námur í Afríku þar sem unnin eru efni í rafhlöður. Þá er að finna á listanum yfirlit yfir alla helstu lendingarstaði ljósleiðara sem tengja Bandaríkin við umheiminn. Birtingin hefur verið gagnrýnd þar sem með henni sé búið að búa til lista yfir möguleg skotmörk fyrir hryðjuverkasamtök sem skaða vilja Bandaríkin. Bjarni K. Þorvarðarson, forstjóri Hibernia Atlantic, tekur undir með þeim sem gagnrýnt hafa birtinguna. Í gögnum þeim sem birt voru á Wikileaks eru nefndir landtökustaðir sæstrengja Hibernia í Halifax í Kanada og í Southport í Bretlandi. „En þetta breytir svo sem engu fyrir okkur. Allt eru þetta opinberar upplýsingar sem koma fram í þessu skjali og engin leyndarmál," segir hann, en kveður þó um leið spurningu vakna um hversu mikið vit sé í að birta á einum stað hvaða sæstrengir það séu sem halda uppi alþjóðaviðskiptum og internetinu.„Sá sem hefur áhuga getur vissulega fundið þetta allt út, en það tæki heillangan tíma. En þarna er það tekið saman sem iðnaðurinn hefur af öryggisástæðum reynt að gera ekki," segir hann og bætir við að sæstrengir verði illa girtir af. „Þeir liggja þarna og eru öllum aðgengilegir. Það vill enginn að herþotur fljúgi yfir þeim í sífellu til að passa upp á þá og þess vegna er dálítið óábyrgt, verður maður að ætla, að birta allar þessar upplýsingar á einum stað." Þó svo að birting þessara upplýsinga breyti engu hvað starfsemi Hibernia varðar þá segir Bjarni að hún veki athygli á því að huga þurfi að því hvernig öryggismálum þessara strengja sem eru hagkerfum heimsins mikilvægir er háttað. „Fyrir mitt leyti sé ég ekki að neinum sé í hag að svona skjal sé birt opinberlega," segir Bjarni, en kveðst um leið hafa fullan skilning á því að bandarísk stjórnvöld taki svona skjal saman. „Þeim er mikið í mun að þessir sæstrengir séu uppi og óhultir." olikr@frettabladid.is
WikiLeaks Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira