Erlent

Bannað að nefna iPod

Ipod bannað Þáttastjórnendur á DR mega ekki nefna Ipod umfram önnur afspilunartæki. NordicPhotos/Getty
Ipod bannað Þáttastjórnendur á DR mega ekki nefna Ipod umfram önnur afspilunartæki. NordicPhotos/Getty
Stjórnendur þátta í Danska ríkisútvarpinu (DR) mega ekki minnast á iPod-tæki á útsendingartíma.

Frá þessu er greint á vef Berlingske Tidende og er vísað í úrskurð útvarpsréttarnefndar þar í landi. Þar var ályktað að stjórnandi útvarpsþáttar á DR hafi gert iPod of hátt undir höfði er hann beindi því til hlustenda að þeir gætu sótt þáttinn á netið og hlustað eftir hentugleik „ef þeir eiga iPod".

Vörn DR fólst í því að iPod væri eins konar samnefnari fyrir Mp3-spilara, en eftir samráð við málfarsnefnd var þeim rökum vísað frá og við það sat. - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×