Innlent

BÍ: Fjölmiðlafrumvarpi áfátt í veigamiklum atriðum

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra leggur frumvarpið fram.
Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra leggur frumvarpið fram.

Blaðamannafélag Íslands segir að frumvarp til laga um fjölmiðla sem nú er til umræðu á Alþingi sé áfátt í veigamiklum atriðum. Í nýju áliti um frumvarpið segir félagið að litlar líkur séu til þess að frumvarpið nái tilgangi sínum sem var að stuðla að tjáningarfrelsi, rétti til upplýsinga, fjölmiðlalæsi, fjölbreytni og fjölræði í fjölmiðlum.

Fullyrt er í álitinu að í frumvarpinu sé ekki tekið á mörgum atriðum sem miklu skipta fyrir þróun fjölmiðlunar hér á landi. Þó eru einstök atriði í frumvarpinu sem eru að mati félagsins mikilvægar réttindabætur fyrir blaðamenn en þau ákvæði þyrftu þó að vera mun afdráttarlausari í sumum tilvikum.

Þá er óbreytt staða Ríkisútvarpsins gagnvart öðrum miðlum gagnrýnd þrátt fyrir að stofnunin sé nú rekin með skatttekjum en ekki afntagjöldum. Bent er á að nánast engar takmarkanir séu á umfangi RÚV á auglýsingamarkaði. „Þetta er nánast óþekkt í nágrannalöndum okkar og spurning hvort þetta stangist ekki á við jafnræðisákvæði."

„Ef setja á lög um fjölmiðla á Íslandi er nauðsynlegt að tekið sé á málefnum þeirra með heildstæðum hætti. Á það skortir í því frumvarpi sem fyrirliggur," segir að lokum.

Álitið í heild sinni má lesa hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×