Innlent

Bíræfinn þjófnaður í Kringlunni: Stálu úrum fyrir fimm milljónir

Valur Grettisson skrifar
Tveir menn stálu úrum fyrir fimm milljónir. Myndin er úr safni og tengist ekki fréttinni beint.
Tveir menn stálu úrum fyrir fimm milljónir. Myndin er úr safni og tengist ekki fréttinni beint.

Tveir menn rændu úrum fyrir fimm milljónir króna í skartgripabúð í Kringlunni í dag.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni þá hlupu menninrir inn í verslunina. Svo virðist sem þeir hafi farið rakleitt að skáp þar sem úrin voru geymd og spenntu hann upp með kúbeini. Svo forðuðu þeir sér á hlaupum.

Mennirnir ógnuðu ekki starfsfólki verslunarinnar samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni.

Þjófnaðurinn átti sér stað upp úr klukkan eitt í dag.

Mennirnir tóku alls sjö úr af dýrustu gerð. Lögreglan áætlar að heildarverðmæti þeirra sé um fimm milljónir króna.

Lögreglan leitar þjófanna.




Tengdar fréttir

Starfsfólki brá við ránið

„Þeir ættu nú að þekkjast þessir gaurar og það held ég að sé nú bara tímaspursmál hvenær þeir nást,“ segir Sævar Jónsson, eigandi Leonard, um tvo menn sem rændu úrum úr verslun hans í Kringlunni síðdegis í dag. „Þeir voru ekkert að fela sig mikið,“ segir Sævar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×