Innlent

Skeljungur hækkar líka bensínverð - lítrinn á 209 krónur

Skeljungur hefur hækkað verð á bensíni upp í 209 krónur en Olís reið á vaðið í morgun og hækkaði eldsneytisverð um fimm krónur. Olís er hinsvegar krónu ódýrari en Skeljungur samkvæmt heimasíðunni gsmbensín.

Verð á dísellítranum er 208.70 krónur hjá Skeljungi.

Orkan, Atlantsolía og ÓB eru enn þá með lægsta eldsneytisverðið. Þar kostar lítrinn bæði af 95 okt. og dísel um 203 krónur. Eldsneytisverð hjá þeim hefur því staðið í stað í dag.


Tengdar fréttir

Bensínlítrinn kominn upp í 208 krónur

Olís hækkaði eldsneytisverð um fimm krónur í morgun. Lítrinn af bæði dísel og 95 okt., kosta nú 208 krónur á bensínstöðvum Olís samkvæmt heimasíðunni gsmbensín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×