Innlent

Björgunarsveitir sækja slasaðan mann í Banagil

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Vesturlandi og Dölum voru kallaðar út nú fyrir skömmu vegna manns sem er slasaður í Banagili samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörg.

Maðurinn, sem var á ferð með félaga sínum, rann til á íshellu og féll þannig að hann slasaðist. Talið er að hann sé fótbrotinn.

Mikil ísing er á svæðinu svo það er erfitt yfirferðar en sá slasaði er um einn og hálfan kílómetra inn í gilinu, sem er fyrir ofan Bröttubrekku. Búist er við að bera þurfi hann niður á veg þar sem hægt er að koma honum í bíl.

Veður er þokkalegt, kalt en stillt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×