Innlent

Ráðuneytin sleppa jólakortunum - 6 milljónir til hjálparsamtaka

Jóhanna Sigurðardóttir lagði til að ráðuneytin styrktu hjálparsamtök á borð við Fjölskylduhjálpina í stað þess að senda jólakort
Jóhanna Sigurðardóttir lagði til að ráðuneytin styrktu hjálparsamtök á borð við Fjölskylduhjálpina í stað þess að senda jólakort

Að tillögu forsætisráðherra samþykkti ríkisstjórnin á síðasta fundi sínum að ekki yrðu send jólakort innanlands í nafni einstakra ráðuneyta en að andvirðinu yrði varið til félagasamtaka sem aðstoða þá sem höllum fæti standa.

Af þessu tilefni samþykkti ríkisstjórnin að veita samtals sex milljónum króna til níu samtaka sem starfa hér á landi.

Um er ræða Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur Mæðrastyrksnefnd Akureyrar, Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar, Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Hjálparstarf kirkjunnar, Samhjálp, félagasamtök, Hjálpræðisherinn á Íslandi, Rauða kross Íslands og Fjölskylduhjálp Íslands.

Sá háttur var einnig hafður á í fyrra hjá ráðuneytunum að sleppa jólakortunum en styrkja þess í stað gott málefni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×