Fótbolti

Redknapp: Algjör snilld að vinna riðilinn

Elvar Geir Magnússon skrifar
Jermain Defoe og Wilson Palacios fagna en sá fyrrnefndi skoraði tvö mörk í kvöld.
Jermain Defoe og Wilson Palacios fagna en sá fyrrnefndi skoraði tvö mörk í kvöld.

„Þegar dregið var í riðla sagði ég að þetta yrði mjög erfiður riðli. Ég tel þetta hafa verið sterkasta riðilinn og að enda á toppi hans er algjör snilld," sagði Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Tottenham.

Enska liðið gerði í kvöld 3-3 jafntefli í stórskemmtilegum leik gegn FC Twente. Þau úrslit dugðu Tottenham til að enda á toppi riðilsins þar sem Inter tapaði fyrir Werder Bremen.

„Við höfum leikið til sigurs í öllum leikjum og það hefur skilað sér. Við höfum skorað mörg mörk en einnig fengið mörg á okkur, þannig er þetta bara," sagði Redknapp en Tottenham var klárlega skemmtilegasta lið riðlakeppninnar. Tottenham skoraði tvö mörk eða meira í öllum leikjum sínum en ekkert lið hefur áður afrekað það í riðlakeppninni.

Jermain Defoe skoraði tvö mörk í leiknum. „Við lögðum mikið á okkur til að komast áfram. Við eigum eftir að endurheimta einn til tvo menn úr meiðslum og lítum mjög vel út sem stendur," sagði Defoe.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×