Innlent

Ríkisstjórnin hefur skipað um 250 nýja vinnuhópa

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ríkisstjórnin hefur skipað allmarga vinnuhópa frá því að hún tók til starfa.
Ríkisstjórnin hefur skipað allmarga vinnuhópa frá því að hún tók til starfa.
Alls hafa 252 nýjar nefndir, ráð, verkefnisstjórnir, starfshópar og aðrir hópar verið skipaðir á vegum ráðuneytanna frá því 1. febrúar 2009.

Flestar þeirra, eða 67, hafa verið skipaðar í menntamálaráðuneytinu en forsætisráðuneytið kemur næst með 28. Þetta kemur fram í svari forsætisráðherra við fyrirspurn Birgis Ármannssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi.

Á eftir forsætisráðuneytinu koma fjármálaráðuneytið og viðskiptaráðuneytið með 27.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×