Lífið

Herranótt: Vika í frumsýningu LoveStar

Guðmundur Felixson skrifar
Herranótt setur upp LoveStar eftir Andra Snæ Magnason
Herranótt setur upp LoveStar eftir Andra Snæ Magnason
Nú er vika í frumsýningu Herranætur, leikfélags MR, en leikverk þessa árs ber heitið LoveStar.

Sagan er eftir Andra Snæ Magnason og leikstjóri, og jafnframt höfundur leikgerðar er Bergur Þór Ingólfsson. Verkið fjallar um stórfyrirtækið LoveStar, forstjóra þess og vandamálin sem fylgja því að rannsaka hluti sem eiga ekki að vera rannsakaðir. Einnig fylgjumst við með Indriða og Sigríði, ástföngnu pari sem bregður aldeilis í brún þegar þeim berst bréf frá LoveStar.

Sýningin fer fram í Norðurpólnum, nýju leikhúsi að Bygggörðum 5, Seltjarnarnesi.

Sýningadagar eru eftirfarandi:

26. febrúar kl. 20 - FRUMSÝNING

28. febrúar kl. 20

3. mars kl. 20

5. mars kl. 20

6. mars kl. 19

7. mars kl. 17

13. mars kl. 16

13. mars kl. 21 - LOKASÝNING

Miðasölusíminn er 695-4300 og almennt miðaverð á sýninguna er 1500 krónur (þátttakendur í leikfélögum annarra framhaldsskóla fá miðann á 1000 krónur)

Sjáumst á Herranótt!



Þessi frétt er skrifuð af fulltrúa MR fyrir Skólalífið á Vísi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.