Erlent

Björgun gæti tekið marga daga

Aðstandendur námumannanna vonast til að þeir hafi komist á öruggan stað í göngunum.
Aðstandendur námumannanna vonast til að þeir hafi komist á öruggan stað í göngunum. Mynd/AP
Vonir eru bundnar við að 27 námumenn sem saknað er eftir gríðarlega sprengingu í kolanámu á Nýja Sjálandi í nótt séu á lífi. Marga daga gæti tekið að bjarga mönnunum út.

Sprengingin var svo öflug að það eru greinileg merki um hana á yfirborðinu. Sjónvarpsfréttamenn sem flugu yfir námuna í morguna að þar megi sjá sviðin tré og reyk og að skúr skammt frá námuopinu hafi tæst í sundur. Mikið björgunarlið er komið á staðinn en farið er varlega vegna ótta við aðra sprengingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×