Innlent

Engin árás verið gerð á Visa á Íslandi

Engin árás hefur verið gerð á tölvukerfi Vísa á Íslandi sem fyrirtækið Valitor sér um. Að sögn forstjóra Valitor hafa einhverjar fyrirspurnir borist frá viðskiptavinum um ákvörðun Vísa erlendis að loka á viðskipti við Wikileaks, en viðskiptavinir hafi verið upplýstir um að Valitor á Íslandi sé ekki aðili að þeirri ákvörðun.

Tölvuhakkarar hafa ráðist á heimasíðu Vísa og fleiri fyrirtækja til að mótmæla framkomunni við Wikileaks.

Eins og fram kom í fréttum okkar í gær ætlar íslenska fyrirtækið Datacell að höfða mál gegn Vísa í Danmörku og sakar það um að láta undan pólitískum þrýstingi - en Datacell er milliliður fyrir þá sem vilja styrkja Wikileaks með kortagreiðslum.

Einn af tölvuhökkurum sagði í samtali við BBC í morgun þar sem hann kom fram undir nafninu Kalt Blóð - að baráttunni væri ekki lokið. Þúsundir manna hefðu gengið til liðs við hópinn til að berjast í þessu upplýsingastríði.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×