Innlent

Heildarkjörsókn liggur fyrir í hádeginu

Enn eru ekki komnar endanlegar tölur um kjörsókn í stjórnlagaþingskosningunum í gær, en búast má við að þær liggi fyrir um hádegisbilið.

Klukkan 21 í gær höfðu um og undir þriðjungur kjósenda kosið í Reykjavík og Kópavogi. Erlendir fjölmiðlar hafa kallað kosningarnar einstaka tilraun í beinu lýðræði. Þrátt fyrir það er kjörsóknin ein sú dræmasta hin síðari ár.

Atkvæði verða nú talin vélrænt með aðstoð sérstakra skanna og tölvukerfa. Búast má við að niðurstöður liggi fyrir fyrr en ætlað var vegna hinnar dræmu kjörsóknar, en ekki er útilokað að úrslit kosninganna verði ljós í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×