Fótbolti

FCK hefndi fyrir bikartapið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn FCK fagna marki.
Leikmenn FCK fagna marki. Nordic Photos / AFP
FCK vann í dag auðveldan 4-0 sigur á Horsens í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og hefndi þar með fyrir óvænt tap fyrir liðinu í bikarkeppninni í síðasta mánuði.

Sölvi Geir Ottesen var á bekknum hjá FCK í dag og kom ekki við sögu. Liðið er með ótrúlega yfirburði í deildinni og hefur unnið tólf af fjórtán leikjum liðsins til þessa. Hinum tveimur leikjunum lyktaði með jafntefli og er liðið með sautján stiga forystu á toppi deildarinnar.

Lyngby vann 1-0 sigur á SönderjyskE í dag. Ólafur Ingi Skúlason lék allan leikinn fyrir síðarnefnda liðið og Arnar Darri Pétursson markvörður var á bekknum.

SönderjyskE er í sjöunda sæti deildarinnar með nítján stig eftir fimmtán leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×