Innlent

Flugferðir að mestu á áætlun fyrir jólin

Um síðustu helgi var nokkuð um miklar seinkanir vegna veðurs í Evrópu en úr því rættist fyrir jólin
Um síðustu helgi var nokkuð um miklar seinkanir vegna veðurs í Evrópu en úr því rættist fyrir jólin Mynd: GVA
Flug véla Icelandair eru allt nokkurn veginn á áætlun þessa Þorláksmessuna. Einhverjum vélum hefur seinkað um hálftíma eða klukkustund en ekki er um neinar stórfelldar seinkanir að ræða.

Vélar Iceland Express hafa einnig allar ratað á áfangastað í dag þó meira hafi verið um seinkanir þar. Þannig var um fimm tíma seinkun á flugi frá bæði London og Kaupmannahöfn til Íslands í morgun.

Þegar á heildina er litið er þó útilt fyrir að allir ferðalangar komist á leiðarenda fyrir jól. Mikið var um seinkanir og aflýsa þurfti flugi um liðna helgi vegna veðurs í Evrópu en það er ekki uppi á teningnum núna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×