Innlent

Gunnar í Krossinum fer frá störfum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gunnar Þorsteinsson hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni gagnvart félögum í söfnuðinum.
Gunnar Þorsteinsson hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni gagnvart félögum í söfnuðinum.
Gunnar Þorsteinsson, forstöðumaður Krossins, hefur ákveðið að fara þess á leit við stjórn safnaðarins að fá að stíga til hliðar sem forstöðumaður. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem birt er á vefsíðu Krossins. Gunnar hefur á undanförnum dögum verið sakaður um kynferðislega áreitni gagnvart konum í söfnuðinum.

Stjórnarfundur var haldinn í Krossinum í dag og segir Gunnar að eindrægni hafi verið með mönnum. Í kjölfar fundarins hafi verið afar fjölsótt samkoma og þar hafi verið mikill sigurandi og eining. Gunnar segist vera mjög ánægður með fundinn og samkomuna og hann sé glaður eftir góðan dag.

„Þrátt fyrir þennan stuðning ykkar hef ég tekið þá ákvörðun að fara þess á leit við stjórn safnaðarins að fá að stíga til hliðar sem forstöðumaður a.m.k. tímabundið meðan þetta gjörningaveður gengur yfir," segir Gunnar í yfirlýsingunni. Hann segist taka þessa ákvörðun einn í samráði við eiginkonu sína. Hann biður fólk um að sína sér skilning og umburðarlyndi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×