Erlent

Um 120 þúsund flýja Írland

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það eru ansi margir orðnir þreyttir á ástandinu á Írlandi og hafa ákveðið að leggja land undir fót. Mynd/ afp.
Það eru ansi margir orðnir þreyttir á ástandinu á Írlandi og hafa ákveðið að leggja land undir fót. Mynd/ afp.
Reiknað er með því að um 120 þúsund Írar muni flýja heimaland sitt í ár og freista gæfunnar í öðrum ríkjum, eftir því sem fram kemur í New York Times.

Samkvæmt alfræðivefnum Wikipedia eru íbúar Írlands rétt rúmlega sex milljónir og því lætur nærri að um tvö prósent muni flýja land. New York Times segir að um 65 þúsund Írar hafi flúið heimaland sitt í fyrra. Blaðið segir að margir flýi vegna atvinnuleysis. Aðrir flýi vegna þess að þeir telja að lífskjör muni versna með hærri sköttum og lægri launum.

Flestir Írar fara til Ástralíu, þar sem er spurn eftir fólki í byggingariðnaði, en einnig til Nýja Sjálands, Bandaríkjanna, Mið-Austurlanda og Asíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×