Erlent

Írar óska eftir neyðaraðstoð

Stjórnvöld á Írlandi munu óska eftir neyðaraðstoð vegna efnahagsástands þjóðarinnar. Írska ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu fjármálaráðherra landsins þessa efnis.

Ónefndir heimildarmenn breska dagblaðsins The Sunday Times telja að Írar þurfi að fá allt að 120 milljarða evra að láni eða tíu milljörðum meira en Grikkir fengu fyrr á þessu ári. Brian Lenihan, fjármálaráðherra Írlands, sagði hins vegar í samtali við fjölmiðla í dag að ekki væri um svo háa upphæð að ræða. Að öðru leyti vildi hann lítið tjá sig um málið.

Írska ríkisstjórnin kom saman í dag til að leggja lokahönd á fjögurra ára niðurskurðaráætlun á fjárlögum. Markmiðið er að vera búinn að ná fram 15 milljarða evra sparnaði í ríkisútgjöldum fyrir árið 2014. Upphæð sem samsvarar 2400 milljörðum íslenskra króna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×