Innlent

Tveir dópaðir ökumenn teknir

Tveir ökumenn voru teknir úr umferð á höfuðborgarsvæðinu í nótt, fyrir að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna og reyndi annar þeirra að stinga lögregluna af.

Þegar hann varð var við að lögreglan var að elta hann, snar stoppaði hann bíl sinn, vatt sér út úr honum og tók til fótanna. Það gerðu lögreglumennirnir líka og eftir hátt í þrjú hundruð metra spretthlaup, örmagnaðist maðurinn og lögreglumennirnir handtóku hann.

Ökumaðurinn var svo dasaður eftir hlaupið að hann gat ekki blásið í blöðru fyrr eftir dágóða stund. Hann hefur ekki ökuréttindi og er grunaður um bæði fíkniefna- og áfengisneyslu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×