Innlent

20 milljónir notenda hafa viðkomu hér

Rafrænir ferðalangar hafa viðkomu í íslenskum gagnaverum án þess að hafa hugmynd um það.Fréttablaðið/Stefán
Rafrænir ferðalangar hafa viðkomu í íslenskum gagnaverum án þess að hafa hugmynd um það.Fréttablaðið/Stefán

 Ísland væri eitt mesta ferðamannaland heims ef taldir væru með rafrænir ferðalangar eftir að gagnaver Opera Mini farsímavafrans var tekið í notkun í byrjun þessa mánaðar. Þessu er haldið fram í tilkynningu sem norska hugbúnaðarfyrirtækið Opera Software sendi nýverið frá sér þegar tekin var í notkun þjónusta Thor Data Center á Íslandi.

„Með því að smella á rofa ferðast yfir 20 milljónir notenda Opera Mini vafrans í Evrópu, Afríku og Asíu, um Ísland þegar þeir nota farsíma sína til þess að rápa um netið,“ segir í tilkynningu fyrirtækisins.

Opera Mini er sagður vinsælasti farsímavafri í heimi, en yfir 71 milljón manns er sögð nota hann í hverjum mánuði. Vafranum er hægt að hlaða niður af vef Opera án endurgjalds og mun hann gagnast yfir 3.000 mismunandi gerðum farsíma, allt frá einföldum símum til hátæknilegra.

Jón S. von Tetzchner

Slíkan fjölda notenda segja talsmenn Opera kalla á mjög öflugan bakendabúnað. „Risastór gagnaver kalla á mikið umfang vegna orkunotkunar og kælingar. Stöðugt framboð orku og kæling á Íslandi gera staðinn að kjörlendi fyrir gagnaver,“ segir í tilkynningu fyrirtækisins.

„Flutningurinn hefur í för með sér margþættan ávinning,“ er haft eftir Jóni S. von Tetzchner, íslenskum stofnanda Opera Software. Hann bendir á umhverfisávinning vegna þess að orkan og kæliaðferðir séu „grænar“, hér á landi sé öll tækni til staðar og fjárhagssvið Opera gleðjist yfir sparnaði sem náðst hafi fram.- óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×