Innlent

Misreiknuðu sig um 25 tonn

Höskuldur Kári Schram skrifar

Byrjað var á ný að flytja húsið sem staðið hefur við Vonarstræti 12 í Reykjavík yfir á horn Kirkjustrætis og Tjarnargötu. Verkið hefur tafist þar sem húsið var mun þyngra en upphaflega var gert ráð fyrir.

Þingflokkur Vinstri grænna hefur síðustu ári haft aðstöðu í húsinu við Vonarstræti og þar áður Alþýðubandalagið.

„Það hefur gengið hálf brösulega að flytja húsið þessa tíu tuttugu metra. Í gær þegar menn ætluðu að lyfta því kom í ljós að það er heilum 25 tonnum þyngra en upphaflega var talið en verkinu ætti að vera lokið á næstu dögum og þá ætti húsið að vera komið hingað," segir Sigurður Waage, verkstjóri hjá Spöng.

Spurður hvernig menn hafi farið að því að misreikna sig um 25 tonn svarar Sigurður:

„Það er góð spurning. Þeir reiknuðu sig fram með þetta en einhverra hluta vegna þá vantaði þá 25 tonn. Það er erfitt að segja en þetta er gamall viður og þéttur."

Þriðja krananum verður bætt við og nýjum keðjum komið fyrir til að lyfta húsinu.

„Við erum að halda áfram í dag. Við þurfum líklegast að flytja húsið í fleiri hollum," segir Sigurður að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×