Fótbolti

Fokdýrir miðar á Meistaradeildarleiki FC Köbenhavn en gríðarleg eftirspurn

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Sölvi í leik með FCK í Meistaradeildinni.
Sölvi í leik með FCK í Meistaradeildinni. GettyImages
Stuðningsmenn FC Köbenhavn bíða spenntir eftir að liðið sitt, með Sölva Geir Ottesen fyrirliða íslenska landsliðsins innanborðs, hefji leik í Meistaradeild Evrópu eftir tvær vikur.

Miðaverðið á leikina er ansi hátt og blöskrar mörgum stuðningsmönnum.

Á fyrsta heimaleikinn gegn Rubin Kazan kostar frá 500 til 900 danskrar krónur, rúmlega 10 þúsund til rúmlega 18 þúsund íslenskrar krónur.

Leikurinn stóri gegn Barcelona mun trekkja að, en miðaverð á hann gæti farið upp í 3000 danskar krónur, yfir 61 þúsund íslenskar.

Það verður erfitt að fá miða á leikinn og þegar hafa verið auglýstir miðar til sölu á svörtum markaði á 10 þúsund danskar, rúmlega 200 þúsund íslenskar krónur.

Talið er að 144 þúsund stuðningsmenn sækist eftir aðeins 9000 miðum sem fara í almenna sölu fljótlega. Liðið spilar á Parken sem tekur alls 38 þúsund manns í sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×