Erlent

Þrettán ára neydd í hjónaband í Noregi

Óli Tynes skrifar
Barnabrúðkaup eru víða vandamál.
Barnabrúðkaup eru víða vandamál.

Tvennir foreldrar og karlmaður á þrítugsaldri eru fyrir rétti í Osló sökuð um að hafa neytt þrettán ára telpu til þess að giftast manninum, sem er frændi hennar. Hann er einnig sakaður um að hafa margnauðgað henni. Giftingin átti sér stað árið 2006 þegar telpan var þrettán ára og frændinn tvítugur. Það var annaðhvort múslimaklerkur eða trúuð persóna sem sá um trúarlega giftingu sem var gegn vilja telpunnar.

Nauðganirnar hófust strax eftir giftingu og haft var í hótunum við telpuna. Henni var sagt að frændinn réði nú yfir henni og hún yrði drepin ef hún setti sig upp á móti honum. Norska Dagbladet segir að skóla- og barnayfirvöld hafi ekki fengið veður af þessu fyrr en rétt fyrir páska á þessu ári. Þaðan fór málið áfram til lögreglunnar. Hinir ákærðu neita sök.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×