Erlent

Lily Allen fékk blóðeitrun

Lily Allen. Mynd/Cover Media
Lily Allen. Mynd/Cover Media
Breska söngkonan Lily Allen hefur verið flutt á sjúkrahús til meðferðar vegna blóðeitrunar. Nokkrir dagar eru síðan hún missti fóstur. Í fréttatilkynningu frá fjölmiðlafulltrúa hennar kemur fram að líðan söngkonunnar sé eftir atvikum góð.

Um síðustu helgi missti Lily fóstur en hún var gengin sex mánuði á leið. Söngkonan sem er 25 ára missti einnig fóstur í lok árs 2007.


Tengdar fréttir

Missti fóstur

Fjölmiðlafulltrúi bresku söngkonunnar Lily Allen, 25 ára, sendi tilkynningu til fjölmiðla í morgun fyrir hönd söngkonunnar og unnusta hennar, Sam Cooper, að hún hafi misst fóstrið um helgina. Lily, sem hefur verið ófeimin við að tala um meðgönguna og hvað hana hlakkaði til að eignast frumburðinn var flutt í skyndi á spítala á fimmtudagsmorgun eftir að hún fékk sára magaverki. Ekki var hægt að koma í veg fyrir fósturmissinn yfir helgina. Lily missti einnig fóstur í lok árs 2007 en þá var hún í sambandi með Ed Simons.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×