Erlent

Fjórir látnir á Haítí

Frá borginni Leogane á Haítí.
Frá borginni Leogane á Haítí. Mynd/AP
Að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir að fellibylurinn Tómas reið yfir Haítí í gær. Björgunarfólk á vegum Sameinuðu þjóðanna og hjálparsamtaka óttuðust mjög að fellibylurinn myndi valda íbúum Haítí enn meiri vandræðum og auka á kólerufaraldurinn sem þar hefur geysað að undanförnu. Eyðileggingin varð aftur á móti minni en margir áttu von á. Rúm ein milljón íbúa landsins eru enn án húsnæðis eftir jarðskjáltann í janúar.

Tengdar fréttir

Óttast að Tómas auki á hörmungar Haítíbúa

Óttast er að hitabeltisstormurinn Tómas, sem búist er við að skelli á strendur Haítí á morgun, muni auka á kólerufaraldurinn. Faraldurinn hefur lagt hátt í 450 manns að velli en um 4700 manns eru smitaðir að því er talið er.

Hitabeltisstormurinn Tómas ógnar íbúum Haíti

Hitabeltisstormurinn Tómas gæti aftur náð fellibylssyrk síðar í vikunni þegar hann skellur á Haíti en Tómas hefur herjað á Karabíska hafinu undanfarna daga.

Aukinn viðbúnaður vegna fellibyls á Haítí

Mikill viðbúnaður er nú hjá Rauða krossinum á Haítí en búist er við að fellibylurinn Tómas muni skella á eyna Hispaníólu á hverri stundu. Fellibylurinn hefur valdið miklum usla síðustu daga í Karabíska hafinu, og er óttast að afleiðingarnar kunni að verða skelfilegar þegar hann nær landi á Haítí þar sem milljónir manna hafast enn við í bráðabirgðahúsnæði eftir jarðskjálftann mikla í janúar. Miklar rigningar fylgja fellibylnum og eykur það enn á hættuna á að kólerufaraldur blossi upp í höfuðborginni.

Haítíbúar sluppu vel frá fellibylnum

Fellibylurinn Tómas reið yfir Haítí í dag og gerði íbúum erfitt fyrir. Hundruð þúsunda þeirra búa enn í tjöldum eftir jarðskjálftann sem varð þar í byrjun árs og eiga því erfitt með að verja sig. Fellibylnum fylgir úrhellisrigning, að því er Reuters greinir frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×