Innlent

Sonur Ólafs játar

Ólafur Þórðarson tónlistarmaður liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir að ráðist var á hann á heimili hans í Þingholtunum í gær. Sonur Ólafs hefur játað verknaðinn en grunur leikur á að hann hafi notað hnúajárn þegar hann réðst að föður sínum.

Ólafur hefur í yfir 40 ár verið landsþekktur sem einn af þremenningum í Río Tríóinu. Hann liggur nú þungt haldinn á sjúkrahúsi og er haldið sofandi í öndundarvél.

Árásin átti sér stað á heimili Ólafs við Urðarstíg síðla dags í gær. Ólafur var einn heima þegar sonur hans Þorvarður Davíð, sem fæddur er 1979, kom þangað og veitti honum alvarlega höfuðáverka.

Áverkarnir voru með þeim hætti að lögreglan telur fullvíst að einhvers konar barefli hafi verið notað en samkvæmt heimildum fréttastofu er talið að Þorvarður Davíð hafi notað hnúajárn við árásina.

Þorvarður var handtekinn skömmu eftir árásinu á heimili sínu í Vesturbænum. Kona sem þar var með honum var einnig handtekin en henni var sleppt í dag. Þorvarður var hins vegar úrskurður í gæsluvarðhald til 29. nóvember en hann játaði árásina á föður sinn við yfirheyrslur í gærkvöldi.

Þorvarður Davíð Ólafsson var nýlega látin laus úr fangelsi þar sem hann afplánaði átján mánaða fangelsisdóm fyrir tvær líkamsárásir, fíkniefnasölu og vopnalagabrot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×