Innlent

Ruslakrækir og Sorpsníkir safna sorpi - láta þó heimilisrusl í friði

Valur Grettisson skrifar
Ruslakrækir og Sorpsníkir fyrir framan sleðann sinn.
Ruslakrækir og Sorpsníkir fyrir framan sleðann sinn.

Það hafa sennilega einhverjir rekið upp stór augu í dag þar sem tveir jólasveinar aka um á sorpbíl og hirða rusl fyrirtækja víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu.

Þar virðist vera á ferð þrettándi og fjórtándi jólasveinninn, Ruslakrækir og Sorpsníkir, sem starfa hjá Gámaþjónustunni.

Sveinarnir, sem virðast ekki fá mikla athygli í sögubókunum, kannski vegna sérkennilegs áhuga á rusli, hafa vakið mikla kátínu þar sem þeir hafa komið við að sögn þjónustustjóra Gámaþjónustunnar, Hannesar Arnars Ólafssonar.

Ruslakrækir og Sorpsníkir verða einnig á ferðinni á morgun, á aðfangadegi, enda fá þeir víst ekki nóg af ruslinu. Ekki náðist í sveinana þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Íbúar á höfuðborgarsvæðinu þurfa þó ekki að örvænta þar sem bræðurnir herjar ekki á heimilisrusl, nema sérstaklega sé um það beðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×