Innlent

Meintur fíkniefnaframleiðandi í farbann

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Karlmaðurinn mun ekki fara um Leifsstöð næsta mánuðinn.
Karlmaðurinn mun ekki fara um Leifsstöð næsta mánuðinn.
Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í farbann til 22. desember að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Maðurinn, sem er erlendur ríkisborgari og sat í gæsluvarðhaldi í nokkrar vikur, er grunaður um aðild að máli sem er til rannsóknar hjá lögreglu og snýr að ætlaðri framleiðslu fíkniefna, sölu þeirra og dreifingu. Fjórir aðrir karlar sátu um tíma í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar sama máls og voru síðar úrskurðaðir í farbann til 8. desember.

Fjórmenningarnir eru sömuleiðis allir erlendir ríkisborgarar. Þeir eru á þrítugs- og fertugsaldri, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×