Fótbolti

Ísland getur ekki mætt Englandi eða Spáni í umspilinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenska 21 árs landsliðið hefur staðið sig vel vel í undankeppni EM.
Íslenska 21 árs landsliðið hefur staðið sig vel vel í undankeppni EM. Mynd/Anton

Íslenska 21 árs landsliðið verður í neðri styrkleikaflokknum þegar það verður dregið í umspilið fyrir úrslitakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Danmörku á næsta ári. Drátturinn fer fram fyrir hádegi á föstudaginn en styrkleikaröðunin var gefin út á heimasíðu UEFA í dag.

Það var árangur landsliðanna í síðustu tveimur keppnum sem réði styrkleikaröðunni en þó var alltaf ljóst að aðeins sigurvegarar riðlanna kæmust í efri styrkleikaflokkinn.

Íslenska liðið varð fjórða og síðasta liðið inn í umspilið af þeim sem voru með bestan árangur í öðru sætinu. Ísland getur mætt sex af sjö þjóðum sem eru í efri flokknum eða öllum nema Tékklandi sem var með íslenska liðinu í riðli.

Ísland mætir því einu af þessum liðum: Svíþjóð, Holland, Rúmenía, Ítalía, Króatía og Skotland.

Liðin sem eru með Íslandi í neðri styrkleikaflokknum eru: Grikkland, Sviss, Úkraína, Spánn, England og Hvíta Rússland.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×