Innlent

Raunveruleikaþáttur um hvolpa á Netinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mamma hvolpanna heitir Týra.
Mamma hvolpanna heitir Týra.
Sony, Panasonic og systkini þeirra eru aðalpersónurnar í nýjum „raunveruleikaþætti" sem sendur er út beint á Netinu. Það er Haraldur Ási Lárusson, starfsmaður kvikmyndagerðarfyrirtækisins Kukl, sem stendur fyrir útsendingunni.

Þótt nöfn hvolpanna kunni að hljóma einkennilega í fyrstu eru þau alls ekki svo langsótt. Eigendur foreldra hvolpanna vinna nefnilega báðir við kvikmyndatökur. „Þetta eru svona bransatengd nöfn. Það er djókurinn á bakvið þetta," segir Haraldur sem á tíkina Týru sem gaut hvolpunum. Pabbi hvolpanna heitir Jaki.

„Það var svo mikill þrýstingur á að setja myndir af þeim inn á facebook. Ég nennti ekki að standa í því. Þetta var auðveldara þannig að ég er bara með live streymi þarna," segir Haraldur Ási þegar hann er spurður að því hvernig honum datt í hug að setja myndirnar á Netið.

Hvolparnir komu í heiminn 4. nóvember og eru því um sex vikna gamlir. Þeir eru blanda af border collie og samojed.



Smelltu hér til að sjá hvolpana.









Fleiri fréttir

Sjá meira


×