Innlent

Allir vegir færir

Flestar heiðar á þjóðvegum landsins eru opnar öllum bílum, sem þykir óvenjulegt þegar komið fram í miðjan desembermánuð. Þannig eru hæstu heiðar Vestfjarða, Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði, báðar færar. Þar er þó hálka, samkvæmt upplýsingum Vegagerðar en einnig er hálka á Holtavörðuheiði, og víðar á Norðurlandi sem og norðaustanlands. Hellisheiði eystri, milli Vopnafjarðar og Héraðs, er þó ófær en annarsstaðar á Austurlandi eru ýmist aðeins hálkublettir á vegum eða þeir alveg auðir og suðaustanlands er vegurinn um Öxi fær.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×