Innlent

Vilja fjölga aðstoðarmönnum ráðherra

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Nefndin kynnti niðurstöður sínar í dag. Í henni sátu Arnar Þór Másson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, sem var formaður, Gunnar Helgi Kristinsson prófessor, Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur og Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, og Hafdís Ólafsdóttir, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu.
Nefndin kynnti niðurstöður sínar í dag. Í henni sátu Arnar Þór Másson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, sem var formaður, Gunnar Helgi Kristinsson prófessor, Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur og Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, og Hafdís Ólafsdóttir, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu.
Aðstoðarmönnum ráðherra verður fjölgað og hlutverk þeirra gert skýrara verði tillögur nefndar sem forsætisráðherra skipaði um endurskoðun á stjórnarráðinu færðar í lög. Tillögur nefndarinnar voru kynntar í Þjóðmenningarhúsinu í dag.

Nefndin sér fyrir sér að við stjórnarmyndanir semji flokkarnir sín á milli um fjölda aðstoðarmanna. Aðstoðarmennirnir verði misjafnlega margir, um 1-2 í hverju ráðuneyti, eftir því hversu viðamiklir málaflokkar heyra undir ráðuneyti. Þá vill nefndin að hlutverk ráðuneytisstjóra verði betur skilgreint í lögum, hann beri ábyrgð á faglegri stjórnsýslu og skýrt tekið fram að hann lúti eingöngu boðvaldi ráðherra.



Fyrirkomulag ríkisstjórnafunda bætt


Nefndin telur æskilegt er að tryggja með einhverjum hætti pólitíska samábyrgð ríkisstjórna í ákveðnum málum án þess þó að gera ríkisstjórnina almennt að fjölskipuðu stjórnvaldi. Telur nefndin meðal annars æskilegt að ríkisstjórnin hafi meira að segja um stefnumótandi yfirlýsingar ráðherra, fjárhagslega skuldbindandi ákvarðanir, þýðingarmiklar reglugerðarbreytingar, veitingu æðstu embætta í ráðuneytum og stofnunum og skipun nefnda sem undirbúa stefnumarkandi breytingar á löggjöf og fleira.

Þá telur nefndin æskilegt að koma betra skipulagi á ríkisstjórnarfundi þannig að ráðherrum og ráðuneytum gefist betra tóm til að kynna sér mál sem þar á að ræða áður en þau eru borin upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×