Innlent

Var með klám í tölvunni - segir málið einn stóran misskilning

65 ára starfsmaður Oddeyraskóla á Akureyri liggur undir grun um að hafa haft barnaklám í vörslu sinni. Hann viðurkenndi í samtali við fréttastofu í dag að hafa verið með klámefni í tölvu sinni en segir málið einn stóran misskilning.

Maðurinn sem um ræðir hefur unnið í Oddeyrarskóla í ellefu ár. Hann er þó ekki kennari. Í gær komu lögreglumenn í skólann og fylgdu manninum, á lögreglustöð og tóku af honum skýrslu vegna gruns um að hann væri með barnaklám í tölvu sinni. Heimatölva mannsins var haldlögð og hún rannsökuð. Í gærkvöldi fengu foreldrar í Oddeyrarskóla svo tölvupóst um málið.

Í samtali við fréttastofu í dag viðurkenndi maðurinn sem um ræðir að hann hefði haft í fórum sínum klámfengnar myndir, sem væru á gráu svæði eins og hann orðaði það. Hann þvertók hins vegar fyrir að um barnaklám væri að ræða.

Maðurinn hefur verið settur í leyfi á meðan rannsókn málsins stendur.




Tengdar fréttir

Grunnskólastarfsmaður grunaður um vörslu barnakláms

Starfsmaður við Oddeyrarskóla á Akureyri var yfirheyrður í gær vegna gruns um vörslu barnakláms. Lögregla hefur meðal annars lagt hald á vinnutölvu mannsins sem ekki er kennari. Maðurinn er ekki grunaður um að hafa misnotað börn í skólanum en rannsóknin er á frumstigi, að sögn varðstjóra lögreglunnar á Akureyri. Ekki fengust frekari upplýsingar um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×