Innlent

Kanna hvort Bandaríkjamenn hafi njósnað um íslenska þegna

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra.
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra. Mynd/Anton Brink
Utanríkisráðuneytið mun kanna hvort bandaríska sendiráðið hafi haft sambærilegt eftirlit með íslenskum þegnum og sendiráð Bandaríkjanna í Noregi og Danmörku, en fram kom í fréttum í vikunni að slíkt eftirlit hefði átt sér stað með fulltingi þarlendra yfirvalda sem hefðu fylgst með eigin borgurum. Utanríkisráðuneytið hyggst kanna hvort slíkt hafi verið gert hér á landi með samráði við íslensk stjórnvöld.






Tengdar fréttir

Norska stjórnin vill öll spil upp á borðið

Bandaríska sendiráðið í Osló hefur starfrækt leyniþjónustudeild, sem hefur safnað upplýsingum um hundruð norskra ríkisborgara. Meðal þeirra sem starfað hafa fyrir deildina eru fimmtán til tuttugu Norðmenn, þar á meðal fyrrverandi norskir lögreglumenn á eftirlaunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×