Erlent

Um 600 þúsund deyja árlega af óbeinum reykingum

Ný alþjóðleg rannsókn leiðir í ljós að óbeinar reykingar valda dauða um 600 þúsund manns á heimsvísu á hverju ári.

Það var Alþjóða heilbrigðisstofnunin sem stóð að rannsókninni en hún er sú fyrsta þar sem reynt er að leggja mat á skaðsemi óbeinna reykinga í heiminum öllum. Rannsóknin náði til 192 landa.

Samkvæmt henni deyja einn af hverjum 100.000 íbúum jarðarinnar af óbeinum reykingum. Um fjórðungur þeirra sem deyja eru börn. Hlutfallslega deyja flestir af óbeinum reykingum í Afríku og Asíu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×