Fótbolti

Messi kominn með gullskó Evrópu í hendurnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi með gullskóinn í kvöld.
Lionel Messi með gullskóinn í kvöld. Mynd/AFP

Lionel Messi fékk í kvöld afhentan gullskó Evrópu fyrir að vera markahæsti leikmaðurinn á síðasta tímabili. Messi skoraði 34 mörk í spænsku úrvalsdeildinni.

Lionel Messi er þar með kominn í hóp með Marco van Basten, Ronaldo og Cristiano Ronaldo en þeir eru einu leikmennirnir í knattspyrnusögunni sem hafa unnið gullskó Evropu og verið kosnir besti knattspyrnumaður Evrópu og besti knattspyrnumaður heims.

Messi fékk mestu samkeppnina frá þeim Didier Drogba hjá Chelsea og Antonio di Natale hjá Udinese en þeir voru jafnir í 2. sætinu með 29 mörk. Það er stigagjöf sem ræður röð manna þannig að mark í bestu deildunum er sem dæmi tveggja stiga virði.

Markahæsti leikmaður Evrópu 2009-2010:

1. Lionel Messi, Barcelona 34 mörk (68 stig)

2. Didier Drogba, Chelsea 29 (58 stig)

2. Antonio Di Natale, Udinese 29 (58 stig)

4. Gonzalo Higuaín, Real Madrid 27 (54 stig)

5. Luis Suárez, Ajax 35 (52,5 stig)

6. Wayne Rooney, Manchester United 26 (52 stig)

6. Cristiano Ronaldo, Real Madrid 26 (52 stig)

8. Darren Bent, Sunderland 24 (48 stig)

9. Carlos Tévez, Manchester City 23 (46 stig)

10. Seydou Doumbia, BSC Young Boys 30 (45 stig)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×