Innlent

Arnaldur á toppnum - Þorgrímur með tvær bækur á topplistanum

Valur Grettisson skrifar
Eymundsson.
Eymundsson.

Glæpasagnahöfundurinn Arnaldur Indriðason trónir á toppi metsölulista bókaverslanna yfir mest seldu bækur vikuna 13. til 19. desember. Það er svo glæpaskáldið Yrsa Sigurðardóttir sem vermir annað sætið.

Ævisaga Gunnars Thoroddsens eftir sagnfræðinginn Guðna Th. Jóhannesson er eina ævisagan á listanum en sú bók er í fjórða sæti á eftir matreiðslubókinni Léttir réttir Hagkaups.

Þá er Þorgrímur Þráinsson sennilega farsælasta skáldið á listanum en hann á tvær bækur á honum. Annars vegar bókina Ertu Guð afi?. Og svo Þokan. Hann má því una vel við sitt.

Hér fyrir neðan má finna viðhengi með mest seldu bókunum, einnig yfir árið.

Metsölulisti bókaverslana byggir á upplýsingum frá flestum bókaverslunum landsins og öðrum verslunum sem selja bækur (stórmörkuðum, bensínstöðvum o.fl.) . Þessar verslanir eru eftirtaldar:

Bókabúð Máls og menningar, Bókabúðin Iða , Bóksala stúdenta, Bónus, Hagkaup, Krónan, Kjarval, Nóatún, N1, Nettó, Office 1, Penninn - Eymundsson og Samkaup.

Rannsóknasetur verslunarinnar tekur saman listann fyrir Félag íslenskra bókaútgefenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×