Innlent

Hugnast ekki hægribeygjufrumvarp

Hafsteinn Hauksson skrifar
Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði frumvarpið fram.
Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði frumvarpið fram.

Hægri beygjur á móti rauðu ljósi valda mikilli hættu fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, segir framkvæmdastjóri Umferðarráðs. Hann segir hægribeygjufrumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi flutningsmönnum þess ekki til framdráttar.

Flutningsmenn frumvarpsins eru sex talsins úr bæði stjórn og stjórnarandstöðu. Fyrsti flutningsmaður er þingmaðurinn Árni Johnsen, en þetta er í fjórða skiptið sem frumvarpið er flutt.

Hægribeygjufrumvarpið gerir ráð fyrir því að ökumönnum verði heimilt að beygja til hægri á móti rauðu ljósi nema sérstaklega sé tekið fram að það sé óheimilt. Þannig megi stytta biðtíma við ljósastýrð gatnamót og draga úr þörf fyrir afreinar. En það eru ekki allir jafnhrifnir af hugmyndinni.

Sigurður Helgason, framkvæmdastjóri Umferðarráðs, segir að fyrir um tuttugu árum hafi hægribeygjureglan verið til umræðu innan Norðurlandaráðs. Þá hafi menn horfið frá hugmyndinni eftir að áhrif reglunnar í Bandaríkjunum og Kanada voru rannsökuð, en þær hafi sýnt fram á aukna hættu fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur.

Í frumvarpinu er tekið fram að meginmarkmið þess sé að leyfa hægribeygjur aðeins á gatnamótum þar sem það er óhætt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×