Innlent

Tvíbrotinn togarasjómaður fluttur á sjúkrahús

Þyrlan þurfti frá að hverfa vegna veðurs.
Þyrlan þurfti frá að hverfa vegna veðurs.

Sjómaður á íslenskum togara tví-handleggsbrotnaði við vinnu sína, þegar togarinn var að veiðum út af Vestfjörðum í gærkvöldi.

Skipstjórinn óskaði eftir að þyrla Landhelgisgæslunnar sækti hann, þar sem brotið var opið, og lagði þyrlan af stað eftir miðnætti. En þá versnaði veður mjög svo þyrlan varð frá að hverfa, en togarinn sigldi á fullri ferð í átt til Flateyrar.

Þar var veður hinsvegar svo vont að hann gat ekki laggst að bryggu og fóru björgunarsveitarmenn með lækni á björgunarbáti út að togaranum, þar sem búið var um sjómanninn fyrir flutning í björgunarbátnum í land, þaðan sem hann var fluttur á sjúkrahúsið á Ísafirði. Ekki liggur fyrir með hvaða hætti slysið varð.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×