Davíð: Ekkert nýtt í skjölunum 11. nóvember 2010 18:45 Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, segir ekkert nýtt vera að finna í tugum skjala sem utanríkisráðuneytið birti í morgun, um aðdraganda þess að Ísland studdi innrás í Írak, vorið 2003. Utanríkisráðuneytið birti í dag skjöl um stuðning Íslands við innrás Bandaríkjamanna og annarra bandamanna þeirra í Írak, í mars árið 2003. Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, hafði áður upplýst að skjöl í ráðuneytinu sýndu að aðdragandinn að stuðningi Íslands við þetta, hefði átt sér lengri aðdraganda en áður hefði verið talið. Skjölin eru í heild, segir ráðuneytið, 92 og í allt um 400 blaðsíður, en 67 voru birt í dag. Þarna eru minniblöð frá sendiherrum, uppskriftir af blaðamannafundum, beiðnir til stjórnvalda, minniblöð og fleira. Í skjölunum sem birtust í dag, segir meðal annars að rétt fyrir innrás, og raunar rétt áður en listi yfir hinar svonefndu staðfestu þjóðir var birtur, hafi stjórnvöld talið það trúnaðarmál, að við værum á listanum. Enn fremur að stjórnvöld hafi ekki gert sér neina grein fyrir því hvað fólst í því að vera á þessum lista. Enn fremur er þarna minnisblað frá þjóðréttarfræðingi, til utanríkisráðherra, sem þá var Halldór Ásgrímsson, þar sem lögmæti innrásarinnar er dregið í efa. Halldór neitaði að tjá sig um málið við fréttastofu í dag. Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði í svari við ítarlegri fyrirspurn fréttastofu, að ekkert nýtt væri í þessu. 25 skjöl eru óbirt. Utanríkisráðuneytið vísar til þess að skjölin varði samskipti við erlend ríki eða séu vinnuskjöl. Heimildir fréttastofu herma að rannsóknarhagsmunir, ráði einnig því að ekki kemur allt fyrir almenningssjónir nú. Viðbúið er að Alþingi setji í gang rannsókn á tildrögum þess að Ísland lýsti stuðningi við innrásina. Heimildir fréttastofu herma að Alþingi fái óbirtu skjölin, en þeir sem rannsaka málið á vegum þess, eigi eftir að yfirheyra fólk; verra sé að það sama fólk hafi kynnt sér efni hinna óbirtu skjala. Tengdar fréttir Listi hinna staðföstu var algjört trúnaðarmál Íslensk stjórnvöld voru á lista „hinna staðföstu þjóða" sem studdu innrás í Írak, tveimur dögum áður en innrásin hófst. Þá var litið á listann sem „algjört trúnaðarmál". 11. nóvember 2010 12:11 Kom Íslendingum í opna skjöldu þegar CNN birti listann Það virðist hafa komið utanríkisráðuneytinu í opna skjöldu þegar listi hinna staðföstu þjóða var birtur á fréttastöðinni CNN þann 18. mars 2003. Þá höfðu engin svör borist frá Bandaríkjastjórn um hvernig listinn yrði notaður. 11. nóvember 2010 12:23 Leyniskjal segir innrásina í Írak lagalega vafasama Þjóðréttarfræðingur, sem vann álit fyrir forsætisráðherra og ráðuneytisstjóra, um lagalegan grundvöll til beitingar vopnavalds gagnvart Írak, komst að þeirri niðurstöðu þann 20. mars 2003, að það væri ekki ótvíræður lagalegur grundvöllur fyrir innrás í Írak. 11. nóvember 2010 12:28 Buðu staðföstum í mat tæpum mánuði eftir innrás Fulltrúum ríkjanna, sem voru á stuðningslista Bandaríkjanna vegna innrásarinnar í Írak, var boðið í mat heima hjá varnamálaráðherra Bandaríkjanna, Donald Rumsfield, um tæpum mánuði eftir innrásina. 11. nóvember 2010 13:44 Mest lesið Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Innlent Fleiri fréttir Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Áfram í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Grindavík á barmi gjaldþrots og læknar á leið í verkfall Vill vita hvort RÚV hafi einhvern tíma beðist afsökunar Sjá meira
Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, segir ekkert nýtt vera að finna í tugum skjala sem utanríkisráðuneytið birti í morgun, um aðdraganda þess að Ísland studdi innrás í Írak, vorið 2003. Utanríkisráðuneytið birti í dag skjöl um stuðning Íslands við innrás Bandaríkjamanna og annarra bandamanna þeirra í Írak, í mars árið 2003. Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, hafði áður upplýst að skjöl í ráðuneytinu sýndu að aðdragandinn að stuðningi Íslands við þetta, hefði átt sér lengri aðdraganda en áður hefði verið talið. Skjölin eru í heild, segir ráðuneytið, 92 og í allt um 400 blaðsíður, en 67 voru birt í dag. Þarna eru minniblöð frá sendiherrum, uppskriftir af blaðamannafundum, beiðnir til stjórnvalda, minniblöð og fleira. Í skjölunum sem birtust í dag, segir meðal annars að rétt fyrir innrás, og raunar rétt áður en listi yfir hinar svonefndu staðfestu þjóðir var birtur, hafi stjórnvöld talið það trúnaðarmál, að við værum á listanum. Enn fremur að stjórnvöld hafi ekki gert sér neina grein fyrir því hvað fólst í því að vera á þessum lista. Enn fremur er þarna minnisblað frá þjóðréttarfræðingi, til utanríkisráðherra, sem þá var Halldór Ásgrímsson, þar sem lögmæti innrásarinnar er dregið í efa. Halldór neitaði að tjá sig um málið við fréttastofu í dag. Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði í svari við ítarlegri fyrirspurn fréttastofu, að ekkert nýtt væri í þessu. 25 skjöl eru óbirt. Utanríkisráðuneytið vísar til þess að skjölin varði samskipti við erlend ríki eða séu vinnuskjöl. Heimildir fréttastofu herma að rannsóknarhagsmunir, ráði einnig því að ekki kemur allt fyrir almenningssjónir nú. Viðbúið er að Alþingi setji í gang rannsókn á tildrögum þess að Ísland lýsti stuðningi við innrásina. Heimildir fréttastofu herma að Alþingi fái óbirtu skjölin, en þeir sem rannsaka málið á vegum þess, eigi eftir að yfirheyra fólk; verra sé að það sama fólk hafi kynnt sér efni hinna óbirtu skjala.
Tengdar fréttir Listi hinna staðföstu var algjört trúnaðarmál Íslensk stjórnvöld voru á lista „hinna staðföstu þjóða" sem studdu innrás í Írak, tveimur dögum áður en innrásin hófst. Þá var litið á listann sem „algjört trúnaðarmál". 11. nóvember 2010 12:11 Kom Íslendingum í opna skjöldu þegar CNN birti listann Það virðist hafa komið utanríkisráðuneytinu í opna skjöldu þegar listi hinna staðföstu þjóða var birtur á fréttastöðinni CNN þann 18. mars 2003. Þá höfðu engin svör borist frá Bandaríkjastjórn um hvernig listinn yrði notaður. 11. nóvember 2010 12:23 Leyniskjal segir innrásina í Írak lagalega vafasama Þjóðréttarfræðingur, sem vann álit fyrir forsætisráðherra og ráðuneytisstjóra, um lagalegan grundvöll til beitingar vopnavalds gagnvart Írak, komst að þeirri niðurstöðu þann 20. mars 2003, að það væri ekki ótvíræður lagalegur grundvöllur fyrir innrás í Írak. 11. nóvember 2010 12:28 Buðu staðföstum í mat tæpum mánuði eftir innrás Fulltrúum ríkjanna, sem voru á stuðningslista Bandaríkjanna vegna innrásarinnar í Írak, var boðið í mat heima hjá varnamálaráðherra Bandaríkjanna, Donald Rumsfield, um tæpum mánuði eftir innrásina. 11. nóvember 2010 13:44 Mest lesið Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Innlent Fleiri fréttir Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Áfram í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Grindavík á barmi gjaldþrots og læknar á leið í verkfall Vill vita hvort RÚV hafi einhvern tíma beðist afsökunar Sjá meira
Listi hinna staðföstu var algjört trúnaðarmál Íslensk stjórnvöld voru á lista „hinna staðföstu þjóða" sem studdu innrás í Írak, tveimur dögum áður en innrásin hófst. Þá var litið á listann sem „algjört trúnaðarmál". 11. nóvember 2010 12:11
Kom Íslendingum í opna skjöldu þegar CNN birti listann Það virðist hafa komið utanríkisráðuneytinu í opna skjöldu þegar listi hinna staðföstu þjóða var birtur á fréttastöðinni CNN þann 18. mars 2003. Þá höfðu engin svör borist frá Bandaríkjastjórn um hvernig listinn yrði notaður. 11. nóvember 2010 12:23
Leyniskjal segir innrásina í Írak lagalega vafasama Þjóðréttarfræðingur, sem vann álit fyrir forsætisráðherra og ráðuneytisstjóra, um lagalegan grundvöll til beitingar vopnavalds gagnvart Írak, komst að þeirri niðurstöðu þann 20. mars 2003, að það væri ekki ótvíræður lagalegur grundvöllur fyrir innrás í Írak. 11. nóvember 2010 12:28
Buðu staðföstum í mat tæpum mánuði eftir innrás Fulltrúum ríkjanna, sem voru á stuðningslista Bandaríkjanna vegna innrásarinnar í Írak, var boðið í mat heima hjá varnamálaráðherra Bandaríkjanna, Donald Rumsfield, um tæpum mánuði eftir innrásina. 11. nóvember 2010 13:44