Innlent

Björgvin aftur yfir kynferðisafbrotadeildina

Valur Grettisson skrifar
Björgvin Björgvinsson er aftur orðinn yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar.
Björgvin Björgvinsson er aftur orðinn yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar.

Lögreglustjórinn í Reykjavík, Stefán Eiríksson, óskaði eftir því að Björgvin Björgvinsson, aðtoðaryfirlögregluþjónn, tæki aftur við sem yfirmaður kynferðisbrotadeildarinnar sem og hann hefur samþykkt.

Fyrr á þessu ári óskaði Björgvin eftir því að stíga til hliðar sem daglegur stjórnandi kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna ummæla sem höfð voru eftir honum í DV og vöktu hörð viðbrögð.

Lögreglustjóri hefur nú óskað eftir því að hann endurskoði þá ákvörðun sína og hefur Björgvin fallist á það samkvæmt tilkynningu frá lögreglustjóra.

Björgvin hefur ásamt samstarfsfólki sínu byggt upp starfsemi kynferðisbrotadeildar LRH frá því að hún var sett á laggirnar 1. janúar 2007.

Í tilkynningu segir að Björgvin njóti, og hefur ætíð notið, fyllsta trausts yfirstjórnar lögreglu, en hann hefur að undanförnu stýrt umfangsmikilli og flókinni rannsókn lögreglu á morðinu á Hannesi Þór Helgasyni í Hafnarfirði, sem nú er lokið.

Við þau þáttaskil var Björgvin beðinn um að endurskoða ákvörðun sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×