Innlent

Allir gefi eftir sínar ítrustu kröfur

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að allir verði að gefa eftir sínar ítrustu kröfur þegar kemur að skuldamálum heimilanna. Hún segir að bankanir verði að ganga mun lengra í aðgerðum sínum.

Hagsmunaaðilar komu saman til samráðsfundar í Þjóðmenningarhúsinu í dag, þar sem skýrsla sérfræðingahóps forsætisráðuneytisins um skuldavanda heimilanna var til umfjöllunar.

Ítarlega var rætt við Jóhönnu í Íslandi í dag og er hægt að horfa á viðtalið hér. „Til þess að ná saman verða allir að gefa eftir að sínum ítrustu kröfur bæði þeir sem að lengst vilja ganga og þeir sem skemmst vilja ganga, eins og til dæmis lánastofnanirnar. Ef að það gerist þá hef ég fulla trú á að við náum sameiginlegri lausn í þessu málum sem mig þykir mjög mikilvægt vegna þess að allir sem voru þarna inni hafa skyldur við samfélagið um að ná saman um skuldavanda."

Brýnt að skoða eignasamsetninguna

Jóhanna segist hafa kallað eftir því á fundinum að bankarnir gerðu meira. Ekki sé nóg að afskrifa skuldir sem eru 110% eða meira. Hún segir brýnt að skoða eignasamsetningu fólks.

„Þannig að þetta sé ekki þannig að við séum að hjálpa fólki sem á yfirveðsettar eignir ef það á svo aðrar eignir heldur íbúðahúsnæði sem það býr í og er ekkert skuldsett. Þannig að það þarf að skoða eigna- og tekjusamsetninguna hjá þeim sem við hjálpum," segir Jóhanna og bætir við að aðkoma lífeyrissjóðanna sé einnig afar mikilvæg.

Komi nær þeim sem vilja ganga lengst

„Ég kalla eftir því að bæði bankarnir og lífeyrissjóðrnir komi nær þeim hópi sem að lengt vill ganga. Ég held að það séu allir sammála um það, og líka Hagsmunasamtök heimilanna, að það er ekki hægt að fara í almenna niðurfærslu nema með samningum við þá aðila sem eiga þá að standa undir því. Það eru bankarnir, kröfuhafarnir og lífeyrissjóðirnir. Ég held að það sé fullkomin skilningur á því," segir Jóhanna.

Jóhanna telur ekki hægt að ná slíkum samingum við við lánastofnanir. Hún Útlokaði lagasetningu í þessu efni og benti þess á að þessi leið myndi kosta ríkissjóð 70 milljarða. Það væri sú upphæð sem myndi falla á Íbúðalánasjóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×