Innlent

Buðu staðföstum í mat tæpum mánuði eftir innrás

Valur Grettisson skrifar
Helgi Ágústsson hneppir jakkanum sínum eftir fund í bandaríska sendiráðinu.
Helgi Ágústsson hneppir jakkanum sínum eftir fund í bandaríska sendiráðinu.

Fulltrúum ríkjanna, sem voru á stuðningslista Bandaríkjanna vegna innrásarinnar í Írak, var boðið í mat heima hjá varnamálaráðherra Bandaríkjanna, Donald Rumsfield, um tæpum mánuði eftir innrásina.

Meðal þeirra voru sendiherrahjón Íslands í Bandaríkjunum, Helgi Ágústsson og eiginkona.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í gögnum sem utanríkisráðuneytið gerði opinber í dag.

Í skjalinu, sem er dagsett 14. apríl 2003, kemur fram að boðið hafi verið haldið á heimili varnamálaráðherrans á Kalorama road en meðal gesta var Dick Cheyne, þáverandi varaforseti, auk yfirmanns hermálaráðs Bandaríkjanna og eiginkona hans.

Í embættiserindi um fundinn segir að Helgi hafi vonast til þess að ræða við fyrrverandi varavarnamálaráðherra Bandaríkjanna, Paul Wolfowitz, sem mætti ekki í veisluna.

Helgi ræddi þó við annan embættismann, en sérstaklega er tekið fram í embættiserindinu að varnar- og öryggismál Íslands, hefðu ekki verið rædd í því samtali.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×