Erlent

Þjófarnir elska facebook

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það er vissara að passa upp á hvaða upplýsingar fara á facebook. Mynd/ afp.
Það er vissara að passa upp á hvaða upplýsingar fara á facebook. Mynd/ afp.
Þjófar elska Facebook. Þar finnast nefnilega mikilvægar upplýsingar um ferðalög, frítíma og vinnutíma. Það léttir óprúttnum aðilum vinnu þeirra við innbrot, segir í grein á danska vefnum business.dk. Þar er bent á að stöðufærslur á Facebook eða Twitter geti kostað fólk flatskjá, eða jafnvel hægindastóla.

Håkan Franzén, sérfræðingur í tryggingamálum, segist í samtali við business.dk ekki ætlast til þess að fólk hætti að nota félagsmiðla. Hins vegar verði menn að huga að því hverjir geti séð facebook síður þeirra og hvaða upplýsingar eru birtar þar.

Þar sem mikið hefur verið um innbrot að undanförnu á höfuðborgarsvæðinu og víðar er ekki úr vegi að Íslendingar taki til sín skilaboðin frá Håkan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×