Innlent

Stöðvuðu kannabisræktun og gripu þjófa

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í Breiðholti á dögunum.

Við húsleit á áðurnefndum stað fundust um 35 kannabisplöntur. Húsráðandi, karl á fimmtugsaldri, játaði aðild sína að málinu.

Fyrrnefnd aðgerð er liður í að hamla gegn sölu og dreifingu fíkniefna en sem fyrr minnir lögreglan á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál.

Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.

Karl og kona voru handtekin í Kópavogi í vikunni en í híbýlum þeirra fannst allnokkuð af munum, m.a. GPS-tæki, fartölva og flatskjár. Talið er að um þýfi sé að ræða. Fólkið, sem er um þrítugt, hefur áður komið við sögu hjá lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×