Innlent

Fjölmargir fóru í kirkju á aðfangadag

Fjölmennt var í kirkjum landsins í gærdag og er prestar sammála um að sjaldan hafi eins margir sótt guðþjónustu á aðfangadag.

Mikill fjöldi fólks sótti messur á aðfangadag í gær, en líkt og fréttastofa greindi frá voru fleiri en 600 helgistundir fyrirhugaðar hjá þjóðkirkjunni.

Séra Jón Dalbú Hróbjartsson, prófastur í Reykjavíkurprófdæmi Vestra, sagði Hallgrímskirkju hafa verið stappfulla bæði klukkan 6 og á miðnætti í gær. Þar hafi milli átta og 900 manns verið saman komnir og kirkjugestir hafi staðið þar sem ekki hafi verið sæti fyrir alla sem vildu.

Stöð 2, Bylgjan og Vísir sendu beint út frá aftansöng í Grafarvogskirkju í gær til yfir 50 landa. Að sögn séra Vigfúsar Þórs Árnasonar voru um þúsund manns viðstaddir hátíðarguðsþjónustu kirkjunnar í gær, enda prýðilegt kirkjuveður í gær.

Þá mættu yfir þúsund mans í tvær messur í Fríkirkjunni og segir séra Hjörtur Magni Jóhannsson, fríkirkjuprestur að sjaldan hafi verið önnur eins aðsókn í guðsþjónustur Fríkirkjunnar.

Það var einnig hátíðlegt í jólamessu í dómkikrjunni í morgun þar sem þessar myndir voru teknar en öllu færri voru í messunni en í dómkirkjunni á miðnætti í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×