Cristiano Ronaldo og Gonzalo Higuaín skoruðu mörk Real Madrid í 2-0 útisigur á Racing Santander í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld en Real Madrid komst upp að hlið Barcelona á toppnum með þessum sigri.
Cristiano Ronaldo skoraði fyrra markið úr vítaspyrnu á 23. mínútu leiksins en hann fiskaði vítið sjálfur. Gonzalo Higuaín skoraði seinna markið á 76. mínútu eftir að hafa fengið frábæra stungusendingu frá Guti. Real Madrid vann þarna sinn tólfta deildarsigur í röð.
Þessi úrslit þýða að Barcelona og Real Madrid koma með jafnmörg stig inn í El Clasico leikinn sem fer fram á Bernabeu næsta laugardag. Barcelona er á toppnum eins og er þökk sé 1-0 sigri í fyrri leiknum en það eru innbyrðisúrslit sem ráða röð liðanna ef þau eru jöfn að stigum.
