Fótbolti

Verdens Gang: Gylfi og Grétar Rafn í úrvalsliði Norðurlanda

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson átti frábært ár með Reading og Hoffenheim.
Gylfi Þór Sigurðsson átti frábært ár með Reading og Hoffenheim. Mynd/Nordic Photos/Bongarts

Norska blaðið Verdens Gang hefur tekið saman ellefu manna úrvalslið skipað bestu fótboltamönnum Norðurlandanna en VG leitaði til hinna ýmsu miðla á Norðurlöndum við val sitt og þar á meðal var fótboltavefsíðan Fótbolti.net.

Tveir íslenskir leikmenn komust í liðið, Gylfi Þór Sigurðsson sem spilaði með Reading og Hoffenheim á árinu og Grétar Rafn Steinsson, bakvörður Bolton. Íslendingar eiga því fleri menn í liðinu en Finnar og jafnmarga og Svíar. Sviar eiga reyndar báða framherja liðsins.

Norðmenn og Danir eiga bæði þrjá menn í liðinu en það vekur athygli að Daninn Nicklas Bendtner hjá Arsenal kemst ekki einu sinni í átján manna hóp en hann hefur verið mikið frá vegna meiðsla á þessu ári.

Það má finna ítarlega úttekt á vali Verdens Gang með því að smella hér.

Úrvalslið Norðurlanda 2010:



Markvörður:

Jüssi Jaaskelainen, Bolton (Finnlandi)

Varnarmenn:

Grétar Rafn Steinsson, Bolton (Íslandi)

Simon Kjær, Wolfsburg (Danmmörku)

Brede Hageland, Bolton (Noregi)

John Arne Riise, Roma (Noregi)

Miðjumenn:

Gylfi Þór Sigurðsson, Hoffenheim (Íslandi)

William Kvist, FC Köbenhavn (Danmörku)

Morten Gamst Pedersen, Blackburn (Noregi)

Jesper Gronkjær, FC Köbenhavn (Danmörku)

Sóknarmenn:

Johan Elmander, Bolton (Svíþjóð)

Zlatan Ibrahimovic, AC Milan (Svíþjóð)

Varamannabekkur:

Johan Wiland, FC København (Svíþjóð)

Petri Pasanen, Werder Bremen (Finnlandi)

Daniel Agger, Liverpool (Danmörku)

Christian Eriksen, Ajax (Danmörku)

Kim Källström, Lyon (Svíþjóð)

Ola Toivonen, PSV (Svíþjóð)

John Carew, Aston Villa (Noregi)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×